Hoppa yfir valmynd
18. október 2016 Dómsmálaráðuneytið

Sýslumenn auglýsa aukna þjónustu

Sýslumaðurinn á Suðurlandi hefur auglýst lengri afgreiðslutíma á skrifstofum embættisins í vikunni fyrir kosningar til að auðvelda fólki atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Þá kemur fram að sjö kjörstaðir til viðbótar skrifstofum sýslumanns hafi verið opnaðir í umdæminu í samvinnu við sveitarfélög. Loks hefur atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrastofnunum, heimilum fyrir fatlað fólk, dvalarheimilum aldraðra og í fangelsum verið tímasett.

Sýslumennirnir á Vestfjörðum og á Norðurlandi eystra hafa einnig birt nýjar upplýsingar um þjónustu á þeirra vegum. Embættið á Vestfjörðum auglýsir þannig tímabundna kjörstaði í umdæminu, auk atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á stofnunum. Þá hefur sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra auglýst utankjörfundaratkvæðagreiðslu í umdæminu á sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og í Fangelsinu Akureyri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum