Hoppa yfir valmynd
24. október 2016 Dómsmálaráðuneytið

Alls 246.515 kjósendur á kjörskrárstofni

Kjósendur með lögheimili erlendis
Kjósendur á kjörskrárstofni með lögheimili erlendis eru 13.841, 5,6% af heild, og hefur fjölgað um 1.084 frá síðustu alþingiskosningum eða um 8,5%.

Flestir eru búsettir á hinum Norðurlöndunum: Í Noregi 3.996, Danmörku 3.396 og 2.316 í Svíþjóð. Kjósendur í öðrum Evrópuríkjum eru 2.294, flestir í Bretlandi, 706  talsins, og 427 í Þýskalandi. Í Ameríku eru 1.160 kjósendur búsettir en mun færri í öðrum heimsálfum.

Nýir kjósendur
Þeir sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis eru 15.743 eða 6,4% kjósenda. 

Kjósendur eftir kjördæmum
Alls fjölgar kjósendum á kjörskrárstofni um 8.708 frá síðustu kosningum eða um 3,7%. Mest fjölgun hefur orðið í Suðvesturkjördæmi, um 8,1%, og 5,5% í Suðurkjördæmi. Litlar breytingar hafa aftur á móti orðið í öðrum kjördæmum þar sem fjölgun er á bilinu 0,8% – 1,8%.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum