Hoppa yfir valmynd
25. október 2016 Dómsmálaráðuneytið

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna

Dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna verður haldinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins í næsta mánuði. Tilgangurinn er að minna á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en sáttmálinn var undirritaður á allsherjarþingi SÞ 20. nóvember árið 1989.

Innanríkisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og framkvæmdastjóri Barnaheilla hafa skrifað skólastjórnendum grunn- og framhaldsskóla og óskað eftir að fjallað verði um mannréttindi barna og mikilvægi þess að börn og fullorðnir þekki barnasáttmálann. Þegar nær dregur verða skólum sendar frekari upplýsingar og hugmyndir að viðfangsefnum og verkefnum sem hægt yrði að vinna að í tilefni dagsins. Einnig er bent á vefinn barnasattmali.is í þessu samhengi.

Verður 18. nóvember

Þar sem 20. nóvember ber uppá sunnudag hefur verið ákveðið að dagur helgaður mannréttindum barna verði föstudagurinn 18. nóvember.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum