Hoppa yfir valmynd
25. október 2016 Matvælaráðuneytið

Skýrsla starfshóps um hvernig treysta megi innviði og búsetu í sveitum

Búskapur í sveit
Búskapur í sveit

Í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins sem undirritaður var fyrr á þessu ári er mælt fyrir um í bókun að ráðist verði í starf sem miðaði að því að treysta innviði og búsetu í sveitum.  

Samkvæmt bókuninni var hópnum ætlað „meðal annars að finna skilgreindar leiðir sem stuðla að aukinni sjálfbærni sveitanna, eflingu framleiðslu og úrvinnslu matvæla ekki síst svo að meiri virðisauki verði í byggðunum. Sérstaklega verði skoðuð uppbygging innviða, svo sem samgangna, fjarskipta og raforku. Einnig möguleika sveitanna og framlag þeirra til þátttöku í aðgerðum vegna loftslagsmála. Þá verði litið til úrræða til að treysta fjárhag bænda og greiða enn frekar fyrir ættliðaskiptum á bújörðum.“ 

Þann 7. júní 2016 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra starfshóp um að treysta innviði og búsetu í sveitum. Hópurinn var þannig skipaður:

  • Eiríkur Blöndal, formaður
  • Einar Ófeigur Björnsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands.
  • Guðrún Lárusdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands.
  • Hrafn Hlynsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðherra.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Hópurinn skilaði skýrslu sinni til Byggðastofnunar og munu niðurstöður hennar nýtast sem innlegg við mótun byggðaáætlunar 2017-2023.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum