Hoppa yfir valmynd
26. október 2016 Dómsmálaráðuneytið

Hlutfall kvenna á framboðslistum hærra nú en árið 2013

Vert er að taka fram að þegar hlutfall frambjóðenda eftir kyni er borið saman, þá hefur það verið sveiflukennt í gegnum tíðina. Þannig var hlutur kvenna á framboðslistum t.d. fremur rýr árin 2009 og 2013 eða á bilinu 41-42%. Allt annað var uppi á teningnum árið 2007 en þá var hlutdeild kvenna 47%. Það breytir aftur á móti ekki því að kosningarnar árin 2009 og 2013 skiluðu hlutfallslega fleiri konum inn á Alþingi en raun varð á árið 2007. 

Hér á síðunni má sjá tölfræði sem unnin er upp úr framboðslistum vegna alþingiskosninganna 29. október næstkomandi og gerður er samanburður við framboðslista fyrir síðustu þingkosningar, árið 2013. Kynjaskipting frambjóðenda á landinu öllu er meðal annars sýnd, kynjahlutföll eftir kjördæmum og einnig eru fjögur efstu sætin á framboðslistum skoðuð sérstaklega.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum