Hoppa yfir valmynd
27. október 2016 Matvælaráðuneytið

Samningar um stuðning við nýsköpun og sprotafyrirtæki

Ragnheiður Elín og Þorsteinn Ingi alsæl við undirritun - mynd

Í gær undirrituðu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands tvo samninga sem báðir miða að stuðningi við nýsköpun og sprotafyrirtæki. Samningarnir eiga báðir rætur í aðgerðaráætluninni Frumkvæði og framfarir sem  iðnaðar og viðskiptaráðherra kynnti í desember 2015. Áætlunin byggir á 22 aðgerðum sem miða að því að starfsumhverfi fyrir frumkvöðla, sprotafyrirtæki og nýsköpunarstarf á Íslandi standist allan alþjóðlegan samanburð.  

Samningarnir eru annars vegar vegna nýsköpunarátaks í starfandi fyrirtækjum þar sem ráðist verður í sérstakt átak  meðal starfandi fyrirtækja sem byggir á fræðslu og markvissri greiningi á tækifærum til nýsköpunar og þróunar. 

Hins vegar er um að ræða samning um stuðning og þjálfun við alþjóðlega sókn framúrskarandi sprotafyrirtækja í vexti. Verkefnið verður unnið í samstafi við norræna samstarfsaðila þar sem framúrskarandi fyrirtækjum verður boðin þátttaka í svokölluðum hraðalsverkefnum erlendis.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum