Hoppa yfir valmynd
4. janúar 2017 Matvælaráðuneytið

Skipað í nýtt reikningsskilaráð

Þann 28. desember sl. skipaði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fulltrúa í reikningsskilaráð en samkvæmt 118. gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga skal ráðherra skipa fimm sérfróða menn til fjögurra ára í senn í reikningsskilaráð. Hlutverk reikningsskilaráðs er að stuðla að mótun settra reikningsskilareglna með útgáfu og kynningu samræmdra reglna sem farið skuli eftir við gerð reikningsskila. Þá skal ráðið gefa álit á því hvað teljist settar reikningsskilareglur á hverjum tíma og skal ráðið starfa í nánu samráði við Félag löggiltra endurskoðenda og hagsmunaaðila. 

Nefndarmenn voru tilnefndir af Félagi löggiltra endurskoðenda, samstarfsnefnd háskólastigsins, Viðskiptaráði Íslands og ársreikningaskrá auk eins sem skipaður var af ráðherra án tilnefningar.

Eftirfarandi einstaklingar voru skipaðir í reikningsskilaráð til næstu fjögurra ára:

  • Aðalsteinn Hákonarson, formaður
  • Elín Hanna Pétursdóttir, endurskoðandi
  • Sigurjón Geirsson, endurskoðandi
  • Signý Magnúsdóttir, endurskoðandi
  • Unnar Friðrik Pálsson, endurskoðandi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum