Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Benedikt Jóhannesson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra

Benedikt Jóhanesson tekur við lyklum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Mynd/Pressphoto.biz

Benedikt Jóhannesson er nýr fjármála- og efnahagsráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í dag.

Um miðjan dag tók Benedikt við lyklum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu úr hendi Bjarna Benediktssonar. Óskaði Bjarni honum alls velfarnaðar í starfi fjármála- og efnahagsráðherra.

Benedikt sagðist hlakka til að takast á við verkefni ráðuneytisins. „Það er söguleg stund fyrir mig að fá hér afhentan lykilinn að ríkiskassanum í óeiginlegri merkingu og ég skal reyna mitt allra best til þess að gæta hans vel,“ sagði nýr fjármála- og efnahagsráðherra.

Benedikt lauk B.Sc.-prófi í stærðfræði með hagfræði sem aukagrein frá University of Wisconsin 1977. Hann lauk MS-prófi í tölfræði frá Florida State University 1979 og doktorsprófi í tölfræði sem aðalgrein og stærðfræði sem aukagrein frá Florida State University 1981.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum