Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Björt Ólafsdóttir tekur við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra

Frá ráðherraskiptum í dag

Björt Ólafsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, miðvikudaginn 11. janúar 2017. Fráfarandi ráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, afhenti henni lyklana að ráðuneytinu síðdegis.

Björt var kosin alþingismaður fyrir Bjarta framtíð í Reykjavíkurkjördæmi norður árið 2013.

Hún er fædd 2. mars 1983. Eiginmaður hennar er Birgir Viðarsson verkfræðingur og eiga þau þrjú börn. Björt lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2003, BA-prófi í sálfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2007 og M.Sc.-próf í mannauðsstjórnun frá Háskólanum í Lundi árið 2008.

Björt hefur m.a. starfað sem meðferðarfulltrúi við Meðferðarheimilið Torfastöðum, stuðningsfulltrúi og verkefnastjóri á geðdeildum Landspítala og við viðskiptaþróun og mannauðsmál á ráðgjafar- og þjónustumiðstöðinni Vinun. Hún starfaði sem mannauðs- og stjórnunarráðgjafi hjá Capacent 2011 – 2013 og var formaður Geðhjálpar á sama tímabili.

Stefnuyfirlýsingríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum