Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2017 Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson nýr utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr utanríkisráðherra. Hann tók við embættinu á ríkisráðsfundi fyrr í dag.
Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi ráðherra, afhenti Guðlaugi Þór lyklana, í formi aðgangskorts, að skrifstofu ráðherra. 
Guðlaugur Þór er ekki að setjast á ráðherrastól í fyrsta sinn en hann gegndi embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2007–2008 og heilbrigðisráðherra 2008–2009.

Við þökkum Lilju fyrir ánægjulegt samstarf og bjóðum Guðlaug Þór velkominn til starfa.

Ferilskrá Guðlaugs Þórs


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum