Hoppa yfir valmynd
11. janúar 2017 Matvælaráðuneytið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók í dag við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra af Gunnari Braga Sveinssyni. Þorgerður er fyrsta konan til að gegna embætti sjávarútvegs og/eða landbúnaðarráðherra og sagðist hún hlakka til þess að starfa að málefnum þessara mikilvægu atvinnugreina.  

Þorgerður Katrín er annar tveggja ráðherra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu – hinn er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með lögfræðipróf frá Háskóla Íslands og starfaði á lögmannsstofu 1993–1994. Hún var yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar Ríkisútvarpsins 1997–1999.

Þorgerður Katrín var alþingismaður 1999-2013 og gegndi embætti menntamálaráðherra 2003-2009.

Hún var forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins 2013-2016.

Þorgerður Katrín var kosin á Alþingi í október fyrir Viðreisn í Suðvesturkjördæmi.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum