Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2017 Matvælaráðuneytið

Raforkumál á Akranesi stórbatna með tilkomu nýs tengivirkis

Tengivirki á Akranesi
Tengivirki á Akranesi

Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók í dag formlega í notkun nýtt tengivirki Landsnets og Veitna á Akranesi. Með tilkomu nýja tengivirkisins eykst flutningsgeta raforku til muna á Akranesi og í nærsveitum. Samhliða byggingu tengivirkisins hefur allt dreifikerfið á Akranesi verið uppfært til samræmis við það sem best þekkist á landinu. 

Í ávarpi ráðherra kom fram að um mikilvægan áfanga sé að ræða í orkumálum Akraness og nærsveita, enda mun nýja tengivirkið auka öryggi orkuafhendingar á svæðinu, bæta aðgang viðskiptavina að rafmagni og skapa sóknarfæri fyrir nýja starfsemi. Að sama skapi aukast tækifæri til orkuskipta á svæðinu til muna við þessa framkvæmd, þ.e. að skipta út mengandi orkugjöfum fyrir rafmagn.

Með ráðherra á myndinni eru: Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, og Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi.

Tengivirki á Akranesi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum