Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2017 Forsætisráðuneytið

Fyrsta stefnuræða Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi - mynd

Í kvöld flutti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fyrstu stefnuræðu sína á Alþingi. Í ræðu sinni fór forsætisráðherra yfir leiðarstef nýrrar ríkisstjórnar og til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggst grípa til að stuðla að bæði jafnvægi og framsýni.

„Jafnvægið á milli aukinna útgjalda í grunnþjónustu og efnahagslegs stöðugleika er stærsta verkefni þessarar ríkisstjórnar eins og margra annarra ríkisstjórna á undan henni,“ sagði forsætisráðherra í ræðu sinni. „Verkefnið krefst ögunar og samstillts átaks. Ríkisstjórnin kemur ekki ein að þessu verkefni. Samstilling hagstjórnar er á margra höndum.“

Forsætisráðherra sagði jafnframt að ríkisstjórnin setti sér þannig það markmið að Ísland verði eftirsóknarvert fyrir alla þá sem vilja taka þátt í að byggja upp íslenskt samfélag til framtíðar í samfélagi þar sem mannréttindi, jöfn tækifæri, fjölbreytni, frelsi og ábyrgð ásamt virðingu fyrir ólíkum lífsskoðunum mynda sterkan grunn.

Ræðan í heild er hér á vefnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum