Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2017 Matvælaráðuneytið

Reglur um Flugþróunarsjóð rýmkaðar

Vindpoki
Vindpoki

Gerðar hafa verið þær breytingar á reglum Flugþróunarsjóðs að nú verða einnig styrkhæf flug sem koma erlendis frá en eru með beinum tengingum við aðra flugvelli á Íslandi. Þannig geta flug sem millilenda t.d. á Keflavíkurflugvelli en halda síðan áfram til Akureyrarflugvallar eða Egilsstaðaflugvallar fengið styrk. Slík flug munu njóta þriðja forgangs skv. forgangsröðun í starfsreglunum. 

Tilgangurinn með breytingunni er að styðja enn frekar við það markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið.

Stjórn Flugþróunarsjóðs hefur auglýst eftir umsóknum með umsóknarfresti til 31. mars nk. og verður styrkjum úthlutað í samræmi við hinar nýju reglur. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum