Dómsmálaráðuneytið

Sýslumannafélagið fundaði með fulltrúum innanríkisráðuneytis

Sýslumannafélagið fundaði í innanríkisráðuneyutinu í síðustu viku. - mynd

Sýslumannafélag Íslands hélt í dag félagsfund í innanríkisráðuneytinu og sátu hann allir sýslumenn og  fulltrúar nokkurra fleiri aðila. Umfjöllunarefni fundarins voru skipulagsmál embættanna, fjármál og ýmislegt er varðandi samstarf þeirra.

Bjarni Stefánsson, sýslumaður á Norðurlandi vestra og formaður félagsins, setti fundinn en auk þess sem rætt var um fjármál embættanna var fjallað um skipulagsmál í ljósi reynslunnar sem fengist hefur við fækkun og sameiningu embætta. Umdæmamörkum sýslumannsembætta landsins var breytt í byrjun árs 2015 og þeim fækkað úr 24 í 9 og átti sú endurskipulagning sér langan aðdraganda.

Á fundinum í dag var einnig rætt um margvísleg sameiginleg verkefni sem framundan eru. Var meðal annars fjallað um nýtt skipulag á sáttameðferð og sérfræðiráðgjöf varðandi forsjármálefni barna sem sýslumannsembættin annast, sjá nánar í frétt ráðuneytisins. Þá var rætt um rafrænar þinglýsingar sem verið hafa til skoðunar um tíma og fleira.

Á myndinni eru sýslumenn landsins, frá vinstri: Bjarni Stefánsson, Jónas Guðmundsson, Svavar Pálsson, Lára Huld Guðjónsdóttir, Lárus Bjarnason, Ólafur K. Ólafsson, Ásdís Ármannsdóttir, Þórólfur Halldórsson og Anna Birna Þráinsdóttir.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn