Hoppa yfir valmynd
Velferðarráðuneytið

Húsnæðisbætur

Sveitarfélögin önnuðust afgreiðslu húsaleigubóta til einstaklinga þar til lög um húsnæðisbætur öðluðust gildi 1. janúar 2017. Frá gildistöku þeirra sér Vinnumálastofnun um afgreiðslu húsnæðisbóta. 

Sveitarfélögum er skylt að veita sérstakan húsnæðisstuðning samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sveitarfélögin annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings með hliðsjón af leiðbeinandi reglum um framkvæmd stuðningsins og viðmiðunarfjárhæðum sem ráðherra setur.

Unnt er að sækja um húsnæðisbætur rafrænt með einföldum hætti á vef húsnæðisbóta husbot.is

Þar er einnig að finna nánari upplýsingar umsóknarferlið auk þess sem þar má finna umsóknareyðublað vegna umsókna á pappírsformi.

Frekari upplýsingar um húsnæðisbætur má nálgast á vefnum husbot.is og hjá Vinnumálastofnun í síma 515-4800 eða með tölvupósti á netfangið [email protected].

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira