Velferðarráðuneytið

Húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur taka við af húsaleigubótum 1. janúar 2017

Þann 1. janúar 2017 taka gildi lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016 , og falla þá úr gildi lög um húsaleigubætur, nr. 138/1997, með síðari breytingum. Markmið nýju laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði.

Sveitarfélögin hafa hingað til annast afgreiðslu húsaleigubóta til einstaklinga en frá 1. janúar 2017 falla eldri umsóknir um húsaleigubætur úr gildi og mun Vinnumálastofnun annast afgreiðslu húsnæðisbóta frá þeim tíma. Sveitarfélögin munu áfram annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings (áður sérstakar húsaleigubætur).

Unnt er að sækja um húsnæðisbætur rafrænt með einföldum hætti á heimasíðu húsnæðisbóta husbot.is

Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um húsnæðisbætur og umsóknarferlið auk þess sem þar má finna umsóknareyðublað vegna umsókna á pappírsformi.


Opnað hefur verið fyrir umsóknir um húsnæðisbætur á vefnum husbot.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn