Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Velferðarráðuneytið

Íslenska lífeyriskerfið

Almannatryggingar og lífeyrir - mynd

Íslenska lífeyriskerfið skiptist í þrjá megin þætti, almannatryggingar, lífeyrissjóði og frjálsan einstaklingsbundinn sparnað. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd og eftirlit laga um lífeyrissjóði Fjármálaeftirlitið annast eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða.

  1. Almannatryggingar. Opinbert tryggingakerfi sem fjármagnað er með sköttum. Tryggingastofnun ríkisins sér um framkvæmd almannatrygginga en til almannatrygginga teljast lífeyristryggingar, sjúkratryggingar og slysatryggingar. Stofnunin starfar í samræmi við lög um almannatryggingar og lög um félagslega aðstoð.
  2. Lífeyrissjóðir. Kerfi er byggir á skylduaðild að lífeyrissjóðum með fullri sjóðsöfnun. Lífeyrissjóðir starfa á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 (lífeyrislögin í daglegu tali) og í sumum tilvikum á grundvelli sérlaga.
  3. Frjáls einstaklingsbundinn lífeyrissparnaður. Í daglegu tali nefndur séreignarsparnaður eða viðbótarlífeyrissparnaður. Byggir á ákvæðum laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Getur verið í vörslu lífeyrissjóða, banka, sparisjóða, verðbréfafyrirtækja eða líftryggingafélaga.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn