Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Upplýsingasíða um réttindi og skyldur útsendra starfsmanna

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, opnaði síðastliðinn föstudag nýja upplýsingasíðu; posting.is þar sem veittar eru upplýsingar um réttindi og skyldur erlendra þjónustufyrirtækja og starfsmanna þeirra sem sendir eru til starfa á Íslandi.

Vinnumálastofnun stóð fyrir gerð vefsíðunnar í samvinnu við Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf til erlendra aðila sem starfa tímabundið hér á landi og tryggja að þeir starfi í samræmi við lög og reglur.

Þörf fyrir upplýsingar um þessu mál hefur aukist á undanförnum misserum þar sem erlendum fyrirtækjum sem starfa hér á landi og starfsmönnum á þeirra vegum hefur fjölgað umtalsvert.

Starfsmannaleigum og erlendum þjónustufyrirtækjum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna starfsemi sína til Vinnumálastofnunar ásamt því að veita upplýsingar um starfsmenn sína sem starfa hér á landi og skila inn afriti af ráðningarsamningum. Alls voru 54 erlend þjónustufyrirtæki sem skráðu sig hjá Vinnumálastofnun árið 2016 með samtals 996 starfsmenn. Starfsmenn á vegum innlendra og erlendra starfsmannaleiga voru þá samtals 1527.

Á vefsíðunni posting.is eru meðal annars birtar upplýsingar um kaup og kjör, vinnuvernd, skattamál, mat á starfsréttindum, skráningu til Þjóðskrár og upplýsingar um skráningaskyldu erlendra fyrirtækja til Vinnumálastofnunar.

Frá opnun vefsíðunnar posting.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum