Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2017 Utanríkisráðuneytið

Fundað með utanríkismálastjóra ESB

Fundur Guðlaugs Þórs og Mogherini - mynd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði í dag með Federicu Mogherini, utanríkismálastjóra ESB í Brussel, þar sem samskipti Íslands og Evrópusambandsins, málefni norðurslóða og öryggismál voru megin umræðuefnin.

„Samband Íslands og Evrópusambandsins hefur verið og er mjög náið, og mun áfram grundvallast á EES samningnum. Við stöndum frammi fyrir sameiginlegum áskorunum af ýmsum toga, meðal annars á sviðum öryggismála, og því mikilvægt að viðhalda góðu sambandi,“ segir Guðlaugur Þór.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum