Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Óskað eftir tillögum að handhöfum umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Danska smáforritið „Too Good To Go“ hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra.
Danska smáforritið „Too Good To Go“ hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra.

Norðurlandaráð auglýsir eftir tillögum að handhöfum náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Þema Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs á þessu ári er verkefni sem færa okkur nær úrgangslausu samfélagi.

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem sýnt hefur fordæmi með því að samþætta umhverfissjónarmið starfseminni eða á annan hátt unnið mikilsvert starf í þágu umhverfisins. Verðlaunahafinn á að vera norrænn og starfa á Norðurlöndum og/eða í tengslum við aðila utan Norðurlanda.

Fresturinn til að senda inn tillögur rennur út þann 19. apríl 2017. Norræn dómnefnd metur allar tillögur sem berast og birtir endanlegan lista yfir tilnefnda í júní. Tilkynnt verður um verðlaunahafa á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þann 1. nóvember 2016 og nema verðlaunin 350.000 dönskum krónum.

Hægt er að senda inn tillögur að verðlaunahöfum með því að fylla út þar til gert eyðublað á heimasíðu Norðurlandaráðs.

Nánar má lesa um náttúru- og umhverfisverðlaunin á heimasíðu Norðurlandaráðs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn