Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Frumvarp um refsiviðurlög við tilteknum umhverfisbrotum til umsagnar

Speglun í hafi

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi vegna breytinga á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Breytingarnar eru gerðar vegna innleiðinga Evróputilskipana sem hafa það að markmiði að sporna við brotum sem hafa áhrif á umhverfið.

Um er að ræða tvær tilskipanir sem kveða á um refsiviðurlög við tilteknum umhverfisbrotum. Meðal annars felur frumvarpið í sér að kveðið verði á um ábyrgð einstaklinga og lögaðila vegna ólöglegrar losunar mengandi efna í hafið. Þá fela breytingarnar í sér að tilraunir til brota og hlutdeild í brotum gegn ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir verða refsiverðar.

Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrögin er til 3. mars nk. og má senda þær á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33/2004 og lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, með síðari breytingum (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn