Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Reglugerð um umhverfismerki tekur gildi

Norræna umhverfismerkið Svanurinn.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gefið út reglugerð um umhverfismerki en hún gildir um norræna umhverfismerkið Svaninn, og umhverfismerki Evrópusambandsins Blómið. Reglugerðin kveður á um skilyrði fyrir veitingu þessara umhverfismerkja fyrir vörur og þjónustu.

Norræna umhverfismerkisnefndin gefur út reglur um umhverfisvottun Svansins og endurspeglar reglugerðin norrænu reglurnar. Skyldur umsækjenda um leyfi til að nota umhverfismerki eru gerðar skýrari en helstu breytingar varða meginreglur um veitingu og notkun Svansins, meðferð umsókna og notkunarskilmála.

Þá lúta breytingarnar að skyldum leyfishafa, svo sem að tryggja að allar umhverfismerktar vörur uppfylli viðmið umhverfismerkisins á gildistíma leyfis og varðveislu gagna er varða leyfið.

Reglugerð nr. 160/2017 um umhverfismerki

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum