Dómsmálaráðuneytið

Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari á ný

Dómsmálaráðherra hefur sett Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara á ný í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm manna sem sakfelldir voru fyrir aðild að málunum.

Hlutverk setts ríkissaksóknara verður að taka við málunum eftir niðurstöðu endurupptökunefndar og annast áframhaldandi rekstur þeirra.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn