Dómsmálaráðuneytið

Samningur við Reykjavíkurborg um þjónustu við umsækjendurum vernd

Sigríður Á. Andersen, Dagur B. Eggertsson og Kristín Völundardóttir skrifuðu undir samninginn. - mynd

Dómsmálaráðherra, borgarstjóri og forstjóri Útlendingastofnunar undirrituðu í dag samning um þjónustu Reykjavíkurborgar við 200 umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi. Þar með var framlengdur samningur sem kvað á um þjónustu við allt að 90 einstaklinga.

Samningurinn er liður í því að styrkja móttökukerfi umsækjenda um vernd hér á landi og tryggja skjólstæðingum Útlendingastofnunar fullnægjandi þjónustu. Fram kom við undirritunina að reynslan af fyrri samningi hefði verið góð og því ákveðið að gera nýjan samning sem tæki til 200 umsækjenda. Samningurinn gildir til 31. desember 2018.

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, undirritaði samninginn fyrir hönd innanríkisráðuneytis og fagnaði því að kominn væri á samningur um áframhaldandi þjónustu Reykjavíkurborgar við einstaklinga sem leita hér hælis. Mjög hefur fjölgað í hópi umsækjenda um alþjóðlega vernd og því mikilvægt skref að fjölga þeim sem gætu sótt þjónustu til borgarinnar á meðan beðið væri niðurstöðu Útlendingastofnunar

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn