Hoppa yfir valmynd
15. mars 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um vinnumarkaðsmál og Vinnumálastofnun

Ríkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ítreka ábendingar sínar til velferðarráðuneytisins frá árinu 2014 um úrbætur á sviði vinnumarkaðsmála og stjórskipulags Vinnumálastofnunar. Þetta er niðurstaða þriðju skýrslu stofnunarinnar um eftirfylgni er lúta að umhverfi Vinnumálastofnunar.

Í tilkynningu á vef Ríkisendurskoðunar er vísað til þess að velferðarráðuneytið hafi komist að afdráttarlausri niðurstöðu um að ekki eigi að breyta stjórnskipulagi Vinnumálastofnunarinnar. Einnig að ráðuneytið telji að samining Vinnumálastofnunar og Vinnueftirlits ríkisins umfram núverandi samnýtingu á húsnæði muni litlu skila til hagræðingar og því ekki nauðsynlegt að endurskoða stofnanaskipan á sviði vinnumarkaðsmála. Einnig kemur fram að með breytingu á lögum um opinber fjármál hafi verið komið til móts við ábendingu um gerð árangursstjórnunarsamnings við Vinnumálastofnun. Ríkisendurskoðun bendir þó á að mikilvægt sé að árrangursmælikvarðar verði skilgreindir með skýrum hætti.

Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að huga að sameiningu greiðslukerfa vegna almannatrygginga til að tryggja greiðsluþegum samræmt greiðsluyfirlit, óháð því hvaða stofnun beri ábyrgð á framkvæmd greiðslunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum