Dómsmálaráðuneytið

Gunnar Örn Jónsson skipaður í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra

Sigríður Á. Andersen skipaði í dag Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. - mynd

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 1. apríl næstkomandi og afhenti hún honum skipunarbréf í dag. Embættið var auglýst í janúar og rann umsóknarfrestur út 30. janúar. Níu manns sóttu um embættið og ein umsókn til viðbótar var dregin tilbaka.

Gunnar Örn Jónsson útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og öðlaðist málflutningsréttindi 2005. Þá hefur hann sótt ýmis námskeið hjá Lögregluskóla ríkisins og lokið námskeiði í aðgerðastjórnun almannavarna. Gunnar hefur m.a. starfað hjá sýslumanns- og lögreglustjóraembættinu á Selfossi og síðar lögreglustjóranum á Suðurlandi frá 2004 og þar af sem staðgengill sýslumanns og síðar lögreglustjóra frá árinu 2008 og sem yfirmaður ákærusviðs embættisins frá 2015.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn