Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnar í Fellabæ

Frá opnun skrifstofunnar - mynd

Björt Ólafsdóttir,  umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði á dögunum nýja skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ á Héraði.

Í heimsókn sinni ræddi ráðherra við fulltrúa þjóðgarðsins en viðstödd opnunina voru m.a. stjórn og starfsmenn þjóðgarðsins sem og fulltrúar sveitarstjórna á svæðinu. Að opnun lokinni voru hin nýju húsakynni skoðuð.

Þriggja manna nefnd um tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO var einnig viðstödd opnun skrifstofunnar og fór nefndin yfir stöðu tilnefningarinnar með stjórn og starfsmönnum þjóðgarðsins.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn