Hoppa yfir valmynd
23. mars 2017 Matvælaráðuneytið

Til umsagnar: Reglugerðarbreyting um sóttvarnarstöðvar fyrir alifugla

Í reglugerðinni er mælt fyrir um að leyfisveitingar til að reka sóttvarnarstöð skuli færðar til Matvælastofnunar. Matvælastofnun verður ennfremur veitt heimild til að afturkalla leyfi til reksturs sóttvarnastöðvar án fyrirvara. Þessi breyting er í samræmi við þá stefnu að einfalda beri stjórnsýslu. 

Á síðastliðnum árum hafa margvíslegar leyfisveitingar verið færðar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til Matvælastofnunar. Með þessu sparast tími í stjórnsýslunni enda hefur framkvæmdin í dag verið sú að sótt er um leyfi til ráðuneytisins og Matvælastofnun veitir umsögn um leyfið. Ef umsögn Matvælastofnunar er jákvæð þá er leyfið veitt en ef umsögnin er neikvæð þá er  leyfisveitingu hafnað. Með þessari breytingu er ferlið fært á lægra stjórnsýslustig og því kæranlegt til ráðuneytisins.

Regulgerðarbreytingin mælir ennfremur fyrir um að fjarlægðarmörk alifuglasóttvarnarstöðvar frá öðrum alifuglabúum og öðrum alifuglasóttvarnastöðvum sé stytt úr 5 km í 3 km. Er það í samræmi við reglur sem gilda um fjarlægðarmörk hjá öðrum Evrópuþjóðum. Þar sem fjarlægðarmörk af þessu tagi takmarka notkun aðila á fasteignum sínum til atvinnurekstrar er talið rétt, m.a. í ljósi meðalhófs, að hafa fjarlægðarmörkin styttri en þó þannig að öryggi sé tryggt.

Reglugerðardrögin eru til umsagnar til og með 31. mars nk. og skulu athugasemdir sendar á netfangið [email protected] merktar "Sóttvarnarreglugerð".

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum