Hoppa yfir valmynd
24. mars 2017 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherrar sameinast gegn ofbeldi

Ráðherrarnir við undirritun yfirlýsingarinnar í Ráðherrabústaðnum - mynd

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.

Yf­ir­lýs­ing­in bygg­ir á sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu frá ár­inu 2014 sem fyrr­um ráðherr­ar þess­ara mála­flokka und­ir­rituðu. Ráðherr­arnir eru sam­mála um að halda verk­efn­inu áfram með áherslu á sam­ráð á landsvísu milli fé­lagsþjón­ustu, barna­vernd­ar­yf­ir­valda, mennta- og heil­brigðis­kerf­is, lög­reglu og ákæru­valds, í því skyni að efla aðgerðir gegn of­beldi í ís­lensku sam­fé­lagi seg­ir í sam­starfs­yf­ir­lýs­ing­unni.

Sam­starf­inu eru einkum ætlað að ná til of­beld­is gegn börn­um, of­beld­is í nán­um sam­bönd­um kyn­ferðis­legs, and­legs og lík­am­legs of­beld­is og of­beld­is gagn­vart fötluðu fólki og öðrum ber­skjölduðum hóp­um.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum