Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Svæðisstjóri Flóttamannastofnunar SÞ segir Ísland fyrirmynd annarra landa

Sigríður Á. Andersen og Pia Prytz Phiri ræddust við í ráðuneytinu í vikunni. - mynd

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra átti í vikunni fund með Piu Prytz Phiri, svæðisstjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu. Pia hefur reglulega heimsótt Ísland undanfarin fimm ár og fundar þá með fulltrúum stjórnvalda og mannúðarsamtaka hér á landi.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra átti í vikunni fund með Piu Prytz Phiri, svæðisstjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu. Pia hefur reglulega heimsótt Ísland undanfarin fimm ár og fundar þá með fulltrúum stjórnvalda og mannúðarsamtaka hér á landi.

Á fundi sínum með ráðherra lýsti Pia Prytz Phiriyfir mikilli ánægju með framgang og þróun mála hér á landi og sagði íslenska stjórnsýslu vera til fyrirmyndar fyrir önnur lönd í Evrópu. Fyrir fimm árum hafi hún verið með lista yfir atriði sem lagfæra mætti hér á landi og í þessari heimsókn hefði komið í ljós að Ísland hefur náð að koma í framkvæmd, breyta lögum eða innleiða nánast allar tillögurnar til bóta. Vísaði hún í því samhengi sérstaklega til þess markmiðs Sameinuðu þjóðanna að útrýma ríkisfangsleysi í heiminum.

Í framhaldinu hvatti hún stjórnvöld til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um að eyða ríkisfangsleysi enda væri með nýlegu frumvarpi um breytingu á lögum um ríkisborgararétt að flestu leyti búið að uppfylla skilyrði þess að samningurinn geti verið fullgiltur af hálfu Íslands.

Auk þess að heimsækja ráðherra, stofnanir og mannúðarsamtök hér á landi hefur skrifstofa Flóttamannastofnunar SÞ í Stokkhólmi verið stjórnvöldum á Íslandi innan handar við að bæta málsmeðferð, lagaumhverfi og annað faglegt starf er snýr að málefnum flóttafólks hér á landi.

Sem dæmi um nýleg verkefni unnin í samstarfi við Flóttamannastofnun þá kynnti stofnunin í samtarfi við Útlendingastofnun niðurstöður og árangur af umbótaverkefni sem hafði það m.a. að markmiði að auka skilvirkni í úrlausn hælismála, stytta bið eftir niðurstöðu umsókna um vernd og bæta aðferðir við ákvarðanatöku. Sýndu niðurstöður skýrslunnar að það hefur gengið eftir en sambærileg verkefni hafa áður verið unnin í samvinnu við yfirvöld í Svíþjóð, Eystrasaltsríkjunum og víðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira