Hoppa yfir valmynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð til umsagnar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.

Breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum snúa annars vegar að leyfisveitingum og samningum um atvinnutengda starfsemi innan þjóðgarðsins og hins vegar að breytingum á heimild til gjaldtöku vegna þjónustu innan þjóðgarðsins. Gert er ráð fyrir að ákvæðin verði sambærileg við þau ákvæði sem er að finna í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.

Breytingin á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð lýtur að því að skýra nánar heimild til gjaldtöku. Gjaltökuheimildir þjóðgarðanna tveggja verða sambærilegar nái frumvarpið fram að ganga.

Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrögin er til og með 19. apríl nk. og má senda þær á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum og lögum um Vatnajökulsþjóðgarð (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira