Hoppa yfir valmynd
12. apríl 2017 Matvælaráðuneytið

Fyrirkomulag strandveiða 2017

Strandveiðibátur

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2016/2017. Reglugerðin mun birtast í Stjórnartíðindum síðar í dag. 

Aukning verður á veiðiheimildum á svæði D um 200 tonn frá fyrra ári, og heildaraflaheimildir hækkaðar úr 9.000 tonnum í 9.200 tonn. Strandveiðitímabilið hefst 2. maí og stendur til 31. ágúst 2017. Önnur ákvæði um veiðisvæði, veiðidaga, hámarksafla á dag og fjölda handfærarúlla verða óbreytt frá fyrri árum.  

Við úthlutun aflaheimilda er byggt á svæðaskiptingu; svæði A) nær frá A. Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, svæði B) nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, svæði C) nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps og svæði D) nær frá Hornafirði til Borgarbyggðar.

Strandveiðar hófust fyrst í júní 2009 og var heildarmagnið þá 4.000 tonn. Á komandi vertíð verður leyfilegur heildarafli 9.200 tonn og er það aukning um 200 tonn frá fyrra ári. Reikna má með að útgefin veiðileyfi verði um 700.

Botnfiskur Maí Júní Júlí Ágúst  
Svæði A    852 1.023 1.023 512  
Svæði B 521 626 626 313  
Svæði C 551 661 661 331  
Svæði D 600 525 225 150  

 

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum