Hoppa yfir valmynd
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samráðshópur um jöfnun launa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar

Í samkomulagi um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna sem undirritað var í september 2016 var sérstaklega fjallað um að vinna þurfi að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað samráðshóp til að fara yfir og meta hvaða tölfræðigögn og -aðferðir þurfi að liggja til grundvallar í slíkri vinnu.

Verkefni hópsins er að kortleggja þá þætti sem hafa marktæk áhrif á það hvernig laun ákvarðast og leggja mat á það hvort og þá með hvaða hætti hægt sé að meta vægi hvers þáttar í þeirri ákvarðanatöku. Í þessu skyni skal hópurinn m.a.:

 • Kortleggja, flokka og greina þau launagögn sem til eru á íslenskum vinnumarkaði
 • Kortleggja, flokka og greina þau launamyndunarkerfi sem til eru á íslenskum vinnumarkaði
 • Kortleggja, flokka og greina þau launahugtök sem notuð eru á íslenskum vinnumarkaði
 • Kortleggja, flokka og greina tengsl vinnuframlags, launaðra fjarvista og launa þannig að við samanburð sé verið að bera saman sambærilegt vinnuframlag fyrir greidda einingu
 • Kynna sér tilhögun þessara þátta í nágrannalöndum okkar og hvaða aðferðum hefur verið beitt þar til að leiða fram sameiginlegar skilgreiningar á þessum þáttum.

Í starfshópnum eru:

 • Gunnar Stefánsson tölfræðingur, formaður, tilfnefndur af fjármálaráðherra
 • Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, varaformaður, tilnefnd af fjármálaráðherra
 • Halldóra Friðjónsdóttir, sérfræðingur í Kjara- og mannauðssýslu, tilnefnd af fjármálaráðherra
 • Oddur S. Jakobsson, hagfræðingur tilnefndur af KÍ
  Guðfinnur Þór Newman, viðskiptafræðingur, tilnefndur af BHM
 • Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, tilnefndur af BSRB
 • Margrét Sigurðardóttir, sérfræðingur á kjarasviði Sambands ísl. Sveitarfélaga, tilnefnd af Sambandinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira