Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundar með Aksel V. Johannesen lögmanni Færeyja

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Aksel V. Johannesen lögmaður Færeyja - mynd

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, átti í dag fund með Aksel V. Johannesen, lögmanni Færeyja. Á fundi sínum fóru þeir yfir góð samskipti Íslands og Færeyja og ræddu m.a. um stjórnmálaástandið, stöðu efnahagsmála og sjávarútvegs- og viðskiptamál. Farið var yfir ýmsa þætti er varða samskipti landanna, meðal annars mál tengd Hoyvíkursamningnum, samvinnu Íslands og Færeyja og möguleg áhrif fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit). Forsætisráðherra ítrekaði stuðning íslenskra stjórnvalda við umsókn Færeyja að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), en umsókn Færeyja nýtur stuðnings danskra stjórnvalda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira