Hoppa yfir valmynd
12. maí 2017 Innviðaráðuneytið

Samráð hjá ESB um notkun fjarskiptatækni við stjórn umferðar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur nú fyrir opnu samráði um þróun tilskipunar um skynvædd samgöngukerfi. Snúast slík kerfi um að beita upplýsinga- og fjarskiptatækni við söfnun gagna og miðlun upplýsinga um umferð og umferðarstýringu. Samráðið stendur til 28. júlí 2017.

Í umræddri tilskipun, 2010/40 (Directive 2010/40/EU on the framework for the deployment of Intelligent Transport Systems in the field of road transport and for interfaces with other modes of transport), eru settar fram reglur sem ætlað var að stuðla að samræmdri notkun skynvæddra samgöngukerfa innan Evrópusambandsins. Sérstaklega er þar átt við notkun skynvæddra samgöngukerfa sem ná yfir landamæri.

Framkvæmdastjórnin metur um þessar mundir hvernig tilskipunin hefur nýst við að flýta fyrir aukinni notkun og samræmdri þróun skynvæddra kerfa í samgöngum. Samráðið er hluti af þessu mati. Niðurstöðurnar verða notaðar til að meta mögulegar breytingar á tilskipuninni.

Frekari upplýsingar:

Vefsíða samráðsins

Vefsíða tilskipunar 2010/40

Listi yfir tengdar rannsóknir

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum