Hoppa yfir valmynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Átaki gegn plastburðarpokum hleypt af stokkum

Plastpokarnir kvaddir - mynd

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hleypti í dag af stokkunum átaki Pokasjóðs „Tökum upp fjölnota“ sem miðar að því að draga úr notkun plastburðapoka á Íslandi ásamt fulltrúum aðildarverslana sjóðsins. Af því tilefni var klippt á borða úr plastpokum sem hefði náð frá Reykjavík til Selfoss ef hann hefði verið gerður úr þeim fjölda plastpoka sem landsmenn nota á einum degi.

Samkvæmt samningi sem Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og umhverfis- og auðlindaráðuneytið gerðu með sér vinnur framkvæmdahópur verslunarinnar að kynningu og fræðslu fyrir almenning og verslunina um mikilvægi þess að draga úr notkun plastpoka og því að koma m.a. aðgerðaráætlun þar að lútandi í framkvæmd.  Í framkvæmdahópnum eiga sæti fulltrúar frá SVÞ, Umhverfisstofnun, Krónunni og Pokasjóði. Talið er að árlega noti hver Íslendingur 105 plastpoka að meðaltali en skv. samningnum er stefnt að því að í árslok 2019 verði plastpokanotkunin komin niður í 90 poka á einstakling árlega og í 40 poka árlega árið 2025.

Í tilkynningu frá Pokasjóði segir að markmið sjóðsins sé að leggja sjálfan sig niður en frá því að fyrsti burðarplastpokinn leit dagsins ljós hafa á bilinu 1-1,5 milljarðar plastpoka verið seldir á Íslandi. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira