Hoppa yfir valmynd
15. maí 2017 Utanríkisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Vegna útgáfu vegabréfa

 Íslensk vegabréf - mynd
Utanríkisráðuneytið vekur athygli á tilkynningu Þjóðskrár Íslands um verklag við útgáfu vegabréfa vegna ófyrirsjáanlegra seinkana á sendingu vegabréfabóka til landsins. Þjóðskrá óskar eftir því að umsækjendur um vegabréf veiti upplýsingar um brottfarartíma og áfangastað með því að fylla út eyðublað þar að lútandi.

Á grundvelli upplýsinga um brottfarartíma og áfangastað verður afgreiðsla vegabréfa með eftirfarandi hætti fram í júní:

Þeir sem fara til Evrópu og eiga farmiða fyrir 10. júní fá afgreitt neyðarvegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar vegabréfið er tilbúið. Þú þarft að mæta á afhendingarstað og skrifa undir.
Almenna vegabréfið verður gefið út síðar og afhent með þeim hætti sem óskað var eftir við umsókn. Gjald verður ekki innheimt fyrir neyðarvegabréfið.
Þeir sem fara til landa utan Evrópu og eiga farmiða fyrir 10. júní fá afgreitt almennt vegabréf. Haft verður samband við þá með tölvupósti þegar það er tilbúið og tilkynning berst sömuleiðis í pósthólf viðkomandi á Mínum síðum á vefnum Ísland.is.
Þeir sem eiga farmiða 10. júní og síðar. Umsóknir verða afgreiddar í samræmi við stöðu mála þegar þar að kemur, með neyðarvegabréfi fyrst eða almennu vegabréfi strax, þar til afgreiðsla vegabréfa kemst á ný í eðlilegt horf.
Vegabréf sem sótt var um fyrir 26. april (til og með 25. apríl) eru tilbúin til afhendingar eða farin af stað með póstinum.

Sjá nánar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum