Hoppa yfir valmynd
16. maí 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Rafræn viðskiptaskeyti: Samræming burðarlags

Hver eru næstu skref í samræmingu burðarlags fyrir rafræn viðskiptaskeyti?

Þetta er spurning sem Icepro fær ítrekað inn á borð til sín. Nú hefur um árabil verið stöðug aukning í notkun rafrænna reikninga hér á landi og hafa þjónustuaðilar sem bjóða upp á miðlun rafrænna skeyta átt ríkan þátt í því að styðja við þessa þróun. Þeir hlutu Icepro verðlaunin (EDI bikarinn) árið 2016 fyrir aðkomu sína að þessum málum.

Þrátt fyrir það hafa þjónustukaupar þessara aðila upplifað og kvartað yfir því að skort hafi á samvirkni á milli þeirra, til að mynda þegar kemur að sannvottun reikninga (Samræmdar skemtrónur).

Nú stöndum við á þeim tímamótum að á vegum Evrópusambandsins er verið að gefa út staðal um Evrópskan rafrænan reikning, sem opinberir aðilar innan Evrópu ber skylda til að styðja. Hér á landi er hafin vinna hjá tækninefnd FUT (Fagstaðlaráð í upplýsingatækni) við uppfærslu á tækniforskrift um rafrænan reikning sem styðja mun þennan evrópska staðal.

Í ljósi þess er mikilvægt að huga að því hvernig við getum tekið næsta skref í að auka á samræmingu í burðarlagi viðskiptaskeyta, með tilliti til þróunar í Evrópu sem augljóst er að við munum þurfa að taka aukið tillit til í nánustu framtíð.

Icepro vill því bjóða áhugasömum að mæta til stofnfundar hóps um mótun vegvísis til framtíðar í þessum málum, þar sem markmiðið verður að komast að niðurstöðu sem verða muni til hagsbóta fyrir alla notendur rafænna viðskiptahátta.

Fundurinn fer fram miðvikudaginn 17. maí kl. 3-5 á jarðhæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, Reykjavík.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira