Utanríkisráðuneytið

Aðildarríki Evrópuráðsins beiti sér fyrir vernd mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis

Frá Utanríkisráðherrafundi Evrópuráðsins - mynd
Utanríkisráðherrafundur Evrópuráðsins var haldinn á Kýpur í dag. Á dagskrá voru mál sem eru ofarlega á baugi í Evrópu í dag, s.s. pópúlismi og baráttan gegn hryðjuverkum, málefni flóttamanna og stofnanakerfi mannréttindasáttmálans og framtíðarþróun Mannréttindadómstólsins.

Meðal þeirra skuldbindinga sem voru samþykktar voru leiðbeinandi tilmæli Evrópuráðsins um vernd og aðstoð við fórnarlömb hryðjuverkaárása. Auk þess var samningur Evrópuráðsins um menningarminjar opnaður til undirritunar, en helsta áhersluefni formennsku Kýpur laut einmitt að vernd menningarverðmæta.

Á fundinum lagði Ísland áherslu á að öll aðildarríki Evrópuráðsins láti sig varða mannréttindavernd eins og hún er skilgreind í mannréttindasáttmála Evrópu og standi við þær skuldbindingar er af honum leiða þegar tekist er á við aðsteðjandi vanda. Jafnframt að þau beiti sér í sameiningu fyrir að halda uppi þeim gildum sem Evrópuráðið stendur fyrir; að vernda mannréttindi, lýðræði og réttarríkið.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn