Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Áskorun um móttöku flóttafólks

Ungliðar Amnesty afhenda ráðherra áskorun um móttöku flóttafólks - mynd
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók í dag á móti áskorun frá stjórn ungliðahreyfingar Amnesty International og starsfólki Íslandsdeildar samtakanna með undirskriftum um 5.400 manns sem hvetja stjórnvöld til að efla móttöku flóttafólks.

Í áskoruninni segir m.a. að Íslandsdeild Amnesty International fagni því hvað fjölgað hafi í hópi flóttafólks sem tekið er á móti hér á landi á síðustu árum. Deildin skori á stjórnvöld að halda áfram á sömu braut og skuldbindi sig til að taka á móti fleira kvótafólki á þessu ári en gert var í fyrra.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist taka glaður við áskoruninni. Hún væri í anda stefnu stjórnvalda sem hefðu ákveðið að tvöfalda þann fjölda kvótaflóttafólks sem tekið væri á móti, úr 50 manns í 100. Jafnframt legði hann áherslu á að jafna stöðu flóttafólks sem hingað kemur þannig að það fái svipaða aðstoð og þjónustu hvort sem það kemur hingað í boði stjórnvalda eða á eigin vegum. Hann sagði þegar hafa verið tekin skref í þessa átt og nefndi einnig í þessu samhengi frumvörp um bann við allri mismunun sem nú liggja fyrir Alþingi og fleira. Einnig lagði ráðherra áherslu á að vandað væri til móttöku flóttamanna og að þeim gert mögulegt að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira