Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem haldin er í Brussel 25. maí.

Formleg dagskrá hefst síðdegis 25. maí og lýkur í kjölfar vinnukvöldverðar. Megin umfjöllunarefni fundarins eru meðal annars viðbúnaður og varnir bandalagsins og stöðugleiki handan landamæra þess, aukin framlög til varnarmála og baráttan gegn hryðjuverkum. Fundurinn fer fram í nýbyggingu NATO, en nýjar höfuðstöðvar verða formlega afhentar bandalaginu af belgískum stjórnvöldum við hátíðlega athöfn þann sama dag.

Síðast var leiðtogafundur NATO haldinn í Varsjá í júlí 2016.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira