Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Opinber innkaup eru stór hluti hagkerfisins

Innkaup ríkisins eru stór hluti af hagkerfinu og því mikilvægt að huga að því hvernig innkaupamætti er beitt. Ár hvert kaupir ríkið vörur og þjónustu fyrir um 100 milljarða króna en heildarumfangið, þegar kaup vegna þjónustusamninga og mannvirkjagerðar eru tekin með, eru um 167 milljarðar króna á ári. Ríkið kaupir fjölbreytta vöru og þjónustu á mjög breiðu sviði. Allt frá ljósaperum til stórra mannvirkja t.d. vegganga. Auk þess er hluti af innkaupum ríkisins í formi þjónstukaupa þar sem einkaaðilar og sjálfseignastofnanir sjá um veitingu þjónustunnar s.s. hjúkrunarheimili, skóla og ýmsa heilbrigðisþjónustu.

Nánari upplýsingar um opinber innkaup

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn