Hoppa yfir valmynd
29. maí 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ársfjórðungsyfirlit ríkissjóðs janúar mars 2017

Ársfjórðungsyfirlit ríkissjóðs janúar mars 2017 liggur nú fyrir. Rekstraryfirlit fyrir A-hluta ríkissjóðs í heild sýnir jákvæðan tekjujöfnuð að upphæð 35,4 ma.kr. samanborið við 17,5 ma.kr. sem áætlanir gerðu ráð fyrir.

Innheimtar tekjur án fjármunatekna námu samtals 187,4 ma.kr. á meðan áætlanir gerðu ráð fyrir 181,7 ma.kr. og voru því 5,7 ma.kr. hærri. Þar af voru skatttekjur 4,0 ma.kr. eða 2,4% yfir áætlun tímabilsins.

Fjármunatekjur námu 26,2 ma.kr. og eru arðgreiðslur af eign ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka langstærstur hluti þeirrar fjárhæðar. Fjármunatekjur að frádregnum fjármagnsgjöldum námu 11,5 ma.kr.

Útgjöld að frádregnum rekstrartekjum námu 164,8 ma.kr. og voru 2 ma.kr. lægri en áætlað var. Megin frávik er vegna málefnasviðs 11 Samgöngu- og fjarskiptamál sem er 2,1 ma.kr. innan áætlana. Frávik annarra málefnasviða eru svo töluvert minni.

Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 13,7 ma.kr., afborganir lána á námu 58,9 ma.kr.og lækkar handbært fé um 33,5 ma.kr.

Ársfjórðungsyfirlitið er birt á vef Fjársýslu ríkisins: www.fjs.is.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum