Hoppa yfir valmynd
2. júní 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Smáþjóðaleikarnir í San Marino

Smáþjóðaleikarnir í San Marino - mynd

Mennta og menningarmálaráðherra var viðstaddur opnunarhátíð og fyrstu daga Smáþjóðaleikana í San Marínó. Fyrstu leikarnir fóru fram í San Marino fyrir 32 árum og eru þetta þvi 17. leikarnir. Opnunarhátíðin var einkar glæsileg og fánaberi íslenska hópsins var Þormóður Árni Jónsson. Alls taka um 140 keppendur þátt fyrir Íslands hönd á leikunum. Kristján Þór Júlíusson tók einnig þátt í ráðherrafundi þar sem meðal annars var rætt um íþróttir í löndunum út frá efnahags- og umhverfislegum þáttum og sjálfbærni. Á fundinum sátu auk þess forsetar viðkomandi Ólympíunefnda. Fyrir hönd Íslands sat Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. Samþykkt yfirlýsing sem ber yfirskriftina Sports in Small States: Environmental and Economic Sustainability.

Smáþjóðaleikarnir í San Marino

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum