Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Vegvísir um minnkun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði í vinnslu

Frá undirritun samningsins í dag. - mynd
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra og Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins skrifuðu í dag undir samning um verkefni við mótun vegvísis um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.

Verkefnið er liður í sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum og munu niðurstöður þess nýtast inn í aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem liggja á fyrir í lok árs.

Samningurinn felur í sér að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leitar samstarfs við 4-5 bú þar sem lagt verður mat á losun gróðurhúsalofttegunda vegna búrekstursins og landnotkunar. Jafnframt verður leitað leiða til að draga úr losun í samvinnu við þátttakendur í verkefninu og gerð áætlun um raunhæfar aðgerðir til þess.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun leita samstarfs við aðila á sviði rannsókna, menntunar, þróunar, tæknilausna, landbúnaðartengdrar starfsemi, ríkis og sveitarfélaga í þeim tilgangi að þróa samstarfsnet sem getur nýst til framtíðar við stefnumótun og þróun lausna.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn