Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Hlutföll kynja í nefndum velferðarráðuneytisins

Velferðarráðuneytið í Skógarhlíð - myndVelferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið birtir hér með upplýsingar um hlutföll kynjanna í nefndum sem skipaðar eru á vegum ráðherra velferðarráðuneytisins, líkt og skylt er samkvæmt jafnréttislögum. Hlutfall kvenna var 53,7% og karla 46,3% í nefndum ráðuneytisins sem skipaðar voru á síðasta ári.

Í 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum hins opinbera. Samkvæmt lögunum skal hlutur kynjanna vera sem jafnastur og hluti hvors kyns ekki minni en 40% þegar fulltrúar í nefnd eru fleiri en þrír.

Ef hlutföll kynjanna í nefndum velferðarráðuneytisins eru skoðuð eftir tilnefningum hvors ráðherra um sig eru hlutföllinn einnig innan lögbundinna marka, 47% karlar á móti 53% kvenna í nefndum félags- og jafnréttismálaráðherra og 46% karlar á móti 54% kvenna í nefndum heilbrigðisráðherra.

Á töflunni hér að neðan má sjá hlutföll kynja í nefndum sem skipaðar hafa verið af hálfu ráðherra velferðarráðuneytisins á árunum 2011 – 2016.

Samtals fjöldi í nýjum nefndum

Ár Konur Karlar Heild  Hlutfall kvenna Hlutfall karla
2011 137 136 273 50,2% 49,8%
2012 104 97 201 51,7% 48,3%
2013 141 124 265 53,2% 46,8%
2014 162 145 307 52,8% 47,2%
2015 96 92 188 51,1% 48,9%
2016 109 94 203 53,7% 46,3%
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira