Hoppa yfir valmynd
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Hlutverk upplýsingatækni í bættum ríkisrekstri

Fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð 9. júní sl. fyrir fundi um upplýsingatæknimál ríkisins þar sem rætt var um hlutverk upplýsingatækninnar í bættum ríkisrekstri.

Benedikt Jóhannesson. fjármála- og efnahagsráðherra flutti opnunarávarp fundarins. Í ræðu sinn i fór hann yfir aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um bættan ríkisrekstur og þau fjögur teymi sem vinna munu að úrbótum í ríkisrekstri, undir forystu fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Þrjú erindi voru flutt á fundinum:Einar Birkir Einarsson, sérfræðingur á skrifstofu stjórnunar og umbóta í ráðuneytinu, fór yfir stofnun upplýsingatækniteymis sem vinnur að framgangi upplýsingatæknimála þvert á stofnanir ríkisins. Jafnframt kynnti Einar Birkir þau upplýsingatækniverkefni sem teymið mun vinna að í samvinnu við önnur teymi um bættan ríkisrekstur og samstarfi við stofnanir ríkisins.

Tómas Ingason, forstöðumaður, starfrænnar framtíðar hjá Arion banka, kynnti nýtt verklag við þróun þjónustu hjá Arion banka og rafrænt greiðslumat, sem var fyrsta verkefnið sem unnið var með þessum hætti hjá bankanum.

Jóhannes Jónsson, sviðsstjóri þróunarsviðs hjá RSK, fjallaði um þróun kerfis vegna rafrænnar stofnunar fyrirtækja, sem tekið verður í notkun í ágúst næst komandi og þá hagræðingu sem hlýst af verkefninu fyrir notendur og RSK.

Kynningar frá morgunverðarfundi með tæknifólki ríkisins 9. júní 2017 (pdf)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira