Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Handbók um skólaráð – fyrir skólaráð

Í handbókinni er fjallað um hlutverk skólaráðs og bent á hagnýtar leiðir sem skólaráðið getur haft til hliðsjónar í störfum sínum.

Hlutverk skólaráðs er að skapa lýðræðislegan vettvang þar sem raddir allra fulltrúa skólasamfélagsins eiga að heyrast. Þar deila fulltrúarnir upplýsingum og skiptast á skoðunum með það að markmiði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um málefni sem varða stefnu skólans og sérkenni hans. Með þessu móti er stuðlað að sameiginlegu eignarhaldi á skólastarfinu. Endanleg ákvörðun er þó ávallt í höndum skólastjóra enda ber hann ábyrgð á daglegum rekstri skólans gagnvart sveitarstjórn. Náist ekki eining um niðurstöður máls í skólaráði má vísa ágreiningi tilskólanefndar sveitarfélagsins.

Skólanefnd getur haft mismunandi heiti eftirsveitarfélögum, svo sem fræðslunefnd, skóla- og frístundaráð eða jafnvel fræðslu- og menningarnefnd, en hefur þó sama hlutverki að gegna. Skólaráð starfar í öllum grunnskólum landsins samkvæmt reglugerð um skólaráð við grunnskóla.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn