Hoppa yfir valmynd
16. júní 2017 Forsætisráðuneytið

Ríkisstjórnin styður menningarkynningu í tengslum við EM kvenna

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra, að verja 6 millj. kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnar til menningarkynningar í tengslum við Evrópumót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Hollandi dagana 16. júlí til 6. ágúst næstkomandi. Ísland tekur þátt í keppninni í þriðja sinn en liðið mun leika í C-riðli með Frakklandi, Austurríki og Sviss. 

Fyrirhugað er að mennta- og menningarmálaráðuneyti, ásamt ÚTÓN, útflutningsstofu íslenskrar tónlistar, Íslandsstofu og utanríkisráðuneyti, standi fyrir menningartilburði í Tilburg þar sem áhersla verði lögð á tónlist og tónlistarkonur frá Íslandi. 

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði af þessu tilefni: Það verður spennandi að fylgjast með íslenska kvennalandsliðinu á EM í Hollandi í sumar. Um leið gefst ánægjulegt tækifæri til að beina sjónum umheimsins að Íslandi og íslenskri menningu en knattspyrnufólkið okkar hefur sýnt sig vera frábærir fulltrúar fyrir land og þjóð.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum