Hoppa yfir valmynd
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Norrænn ráðherrafundur í Álasundi 27. - 29. júní 2017

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sótti fund norrænna sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Álasundi í vikunni. Meðal þess sem ráðherrarnir ræddu á fundinum voru loftlagsmál, samnorræn lífhagkerfisstefna, baráttan gegn sýklalyfjaónæmi og matarsóun. Ráðherrarnir ályktuðu um að vinna markvisst og náið saman að sameiginlegum markmiðum, en Norðurlöndin hafa verið í fararbroddi í þessum efnum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira